Hvíld og Hvati

HVÍLD OG HVATI

Streitulosandi námskeið með sjálfseflandi hugvekjum. 

Á námskeiðinu Hvíld og Hvati gefst þér tækifæri til að kynnast nokkrum aðferðum til að hvíla líkama og huga, losa um streitu og efla sjálfsvitund þína.

HVÍLD OG HVATI - HUGLEIÐSLU NÁMSKEIÐ

Á námskeiðinu Hvíld og Hvati gefst þér tækifæri til að kynnast nokkrum aðferðum til að hvíla líkama og huga, losa um streitu og efla sjálfsvitund þína. Farið verður vel í öndunaræfingar og hugleiðslur sem þú getur nýtt þér í daglegu lífi ásamt yoga nidra djúpslökun. Ávinningur af reglulegri hugleiðsluiðkunn er meðal annars aukin einbeiting, meiri orka, núvitund og öflugri tenging við þig, líkama þinn og þína líðan. Í hverri viku verða iðkenndur leiddir í góða yoga nidra djúpslökun. Regluleg yoga nidra iðkunn er öflug leið til að losa um streitu á áreynslulausan hátt. Þú liggur fyrir meðan þú ert leidd/ur í djúpa slökun. 


Áhersla námskeiðsins er á streitulosun og sjálfseflingu. Sjálfseflandi hugvekjur verða teknar fyrir í hverri viku og iðkenndur hvattir til að huga að þeim milli tíma.


Námskeiðið hentar byrjendum í hugleiðslu sem og vönum iðkenndum sem vilja hægja á sér í hraða samfélagsins og huga að hvíld og hvata. 


Hvíld og Hvati gefur þér verkfæri til að kyrra hugann, losa um streitu, ná djúpri slökun og hlaða orkubúskap líkamans ásamt því að vekja hugann fyrir enn meiri sjálfsvitund. Ásamt því að styðja við þig í að koma öndunaræfingum og hugleiðslu inní þitt daglega líf.




Skráning á HVÍLD OG HVATA

HVAR:

Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.


FYRIR HVERJA:

Þá sem vilja kynnast jóga í öruggu rými og liðkast og styrkjast andlega og líkamlega.

Tilvalinn undirbúningur fyrir alla opna jóga tíma.



HVENÆR:

13. - 30.  nóvember 2023



TÍMI:

mánudögum og fimmtudögum

kl. 16:15 - 17:45


Verð:

25.900 kr.


Námskeiðið er opið öllum og þátttakendur fá aðgang að öllum opnum tímum í stundarskrá  á meðan á því stendur. Áskrifendur og árskortshafar fá 15% afslátt af námskeiðinu. Námskeiðið er á skrá hjá VIRK starfsendurhæfingu. Spurningar sendist á namskeid@yogashala.is

UMSÖGN UM NÁMSKEIÐIÐ:


"Ég naut þess innilega að taka þátt í þessu námskeiði, það var alveg
dásamlegt. Ég lærði svo margt sem ég get nýtt mér í að takast á við
steitu og kvíða. Vonandi verður framhaldsnámskeið. Takk fyrir mig.
NAMASTE" Elín, þátttakandi í Hvíld og Hvata



UM KENNARANN


Inga Ingjalds er yoga nidra hugleiðslukennari hjá Yoga Shala Reykjavík og markþjálfi. Hún sótti sér yoga nidra kennararéttindi til Jennifer Reis – Divine Sleep Yoga Nidra (40 RYT) í maí árið 2019 og hefur kennt yoga nidra allar vikur síðan. Hún hefur lokið 200 klst. yoga flæði námi hjá Yoga Shala Reykjavík og er í 200 klst Yin Fascial Yoga kennaranámi hjá Betu Lisboa þar sem áhersla er lögð á bandvefslosun. Auk þess hefur Inga lokið Y12SR réttindum hjá Nikki Myers.


Hún hefur að baki sér bataferli eftir alvarlega örmögnun sem hún lenti í 2017 þá aðeins þrítug. Sá styrkur sem hún upplifði sjálf í sínu bataferli í gegnum yoga nidra, öndunaræfingar og hugleiðslu varð kveikjan af því að hún sótti sér þá þekkingu sem hana þyrsti í til að deila áfram verkfærum með konum sem finna sig hlaupa í hraða samfélagsins án þess að stalda við og huga að sér. Í dag brennur Inga fyrir að vekja fólk til umhugsunar um sjálft sig, eigið heilbrigði og huga að sér sjálfum. Notar hún til þess aðferðir markþjálfunar, yoga og yoga nidra, hugleiðslu og öndunaræfingar.
Auk þess að kenna og markþjálfa er Inga móðir tveggja ungra stúlkna, maki og húsmóðir í útjaðri Reykjavíkur ásamt því að vinna hjá Reykjavíkurborg í málefnum flóttafólks.



UM YOGA NIDRA:


Yoga nidra er djúpslakandi hugleiðslu aðferð þar sem iðkanndinn nær svo kölluðu svefn ástandi í vakandi vitund. Í slíkri djúpri slökun verður áreynslulaus streitulosun. Talið er að 45 mínútna yoga nidra endurnæri líkamann á svipaðan hátt og 2-3 tíma nætursvefn. Áhrif yoga nidra varir út daginn og næstu daga, bætir svefn, dregur úr streitu, losar um innri spennu og hjálpar iðkandanum að kyrra huga og endurnæra líkamann.





Skráning á HVÍLD OG HVATA
Share by: