Hjartaró & Yoga Shala Reykjavík kynna
UPPSELT 21. MARS - 4. APRÍL KOMINN Í SÖLU
Hjartaró og Yoga Shala Reykjavík bjóða upp á regluleg 9D öndunarferðalög með Tínu. Ferðalögin eru hönnuð til að vinna á streitu, kvíða, áföllum og jafnvel á þunglyndi. Þau hafa bæði líkamlega og andlega ávinninga. 9D öndunarferðalögin geta losað fólk við verki og stuðlað að bættri líðan.
Næsta öndunarferðalag fer fram föstudaginn 4. apríl kl. 19:30. Þema næsta öndunarferðalags er tengja aftur við innra barnið (e. reconnecting with your inner child). Ferðalagið er hannað fyrir þá sem eru tilbúnir að losa um gamlar hugmyndir og staðnaða orku og mynda rými fyrir eitthvað nýtt.
Á viðburðunum koma þáttakendur sér vel fyrir á dýnu, með teppi og púða og fá kynningu um ferðalagið og heyrnatólin sem eru notuð. Nútíma hljóðtækni er síðan beitt til að ná djúpt inn í undirheim meðvitundarinnar og leiða þátttakandann áfram. Í þessu ástandi er hugurinn móttækilegri fyrir uppbyggingu og styrkingu og tilbúnari að sleppa gömlum hugmyndum. Tæknin er þannig notuð til losa um takmarkandi og lífsskerðandi hugmyndir. Með hjálp leiðsagnarinnar byrjar þáttakandinn að endurbyggja nýjar og betri hugmyndir um eigið sjálf og trú á lífið.
Athugið að leiðsögnin fer fram á ensku.
HVAR:
Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.
FYRIR HVERJA:
Þá sem vilja losa um gamlar hugmyndir og skapa rými fyrir nýjar.
HVENÆR:
Föstudaginn
4. apríl 2025
TÍMI:
19:30 - 21:30
Verð:
8.900 kr.
Aðeins 12 pláss eru í boði. Leiðsögnin er á ensku. Áskrifendur fá 15% afslátt af viðburðinum.
Spurningar: namskeid@yogashala.is
Það sem öndun getur gert fyrir okkur: styrkt andlegt og líkamlegt jafnvægi, losað um streitu, hámarkað vellíðan, bætt ónæmiskerfið, aukið orku, bæty líkamlegt þol og aukið tilfinningalegt jafnvægi. Bætt svefn, hleypt þér í dýpri hugleiðslu, unnið úr áföllum og brennt fitu.
ATH: Þessi viðburður er ákafur öndunar- og heilunartími, vinsamlegast láttu okkur vita fyrirfram ef þú ert með eitthvað af eftirfarandi sjúkdómum eða kvillum: ert með flogaveiki, ert barnshafandi, hefur fengið taugaáfall eða kvíðaköst, átt þér söga um hjarta- og æðasjúkdóma, ert með lungnasjúkdóm, alvarlega geðsjúkdóma, ert með beinþynningu eða hefur fengið heilablóðfall, flog eða annan taugasjúkdóm.
Vinsamlegast hafið samband svo við getum komið til móts við þarfir þínar.
Tína er fædd 1974 og er þriggja barna móðir, gullsmiður og myndlistarkona með brennandi áhuga á heilbrigðum lífstíl og andlegu jafnvægi, ást og hamingju ♡
Tína hefur í mörg ár verið Yoga kennari og kennt Yoga Nidra, Yin yoga, Yoga fyrir börn og Yoga fyrir hreyfihamlaða. Hún er einnig Reiki heilunar meistari, Ayurveda nuddari og stundar svæða meðferð.