Yoga Shala (420905-0410) og kaupandi gera með sér samning við kaup á áskrift, opnum kortum, stökum tímum og klippikortum, námskeiðum, viðburðum og kennaranámi. Kaup á aðgangi í yoga eru endanleg. Allar upplýsingar á vefnum okkar eru birtar með fyrirvara um villur og / eða breytingar.
Meðlimir æfa á sína eigin ábyrgð í Yoga Shala og bera sjálfir ábyrgð á sínum eigum/verðmætum. Það er á ábyrgð nemandans að tilkynna kennara um meiðsl, veikindi eða ástand sem mun hafa áhrif á æfingu nemandans.
Áskrift - Hollur Yogi
Yoga Shala gerir samning við kaupanda um mánaðarlega áskrift í opna tíma í stundatöflu. Samningur þessi tekur gildi við stofnun notanda og hefur 6 mánaða binditíma. Samningur þessi er uppsegjanlegur eftir að upphaflegum 6 mánaða binditíma er lokið. Uppsögnin skal miðast við mánaðarmót. Kaupandi skal greiða mánaðargjald fram að þeim tíma þegar samningur fellur úr gildi.
Vilji kaupandi segja upp samningnum ber honum að gera það með því að hafa samband með tölvupósti á yoga@yogashala.is
Opin kort / Stakir tímar og klippikort
Taka gildi við fyrsta tíma kaupanda og eru ekki framseljanlegir til þriðja aðila, nema með leyfi frá Yoga Shala.
Námskeið
Þegar þú skráir þig á námskeið ert þú að kaupa plássið en ekki ákveðinn tímafjölda. Komi til þess að þú nýtir ekki hluta af námskeiði bendum við þér á ráðfæra þig við þinn þjálfara um hvernig þú getur bætt það upp með aukaæfingum á meðan á námskeiðstímabilinu stendur. Námskeið eru ekki endurgreidd, en þú getur fengið inneign hjá Yoga Shala ef þú afbókar þig af öllu námskeiðinu með 24 klst fyrirvara.
Viðburðir
Viðburðir eru ekki endurgreiddir. Þú getur fengið inneign hjá Yoga Shala ef þú afbókar þig með 24 klst fyrirvara.
Nám
Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt. Ef kaupandi hættir við að klára kennaranám fást þær borganir sem gerðar hafa verið ekki endurgreiddar, en í hverju tilviki fyrir sig er hægt að meta hvort greiðslurnar gangi upp í kort eða aðra þjónustu.
Endurgreiðslur
Námskeið, heilsuræktarkort og gjafakort fást ekki endurgreidd og þeim er ekki hægt að skila. Ef að kaupandi hættir við með 24 klst fyrirvara fæst inneign hjá Yoga Shala sem má nýta upp í opið kort eða samsvarandi viðburð eða námskeið (ef dýrari viðburður eða námskeið er valinn borgar kaupandinn mismuninn).
Gjafakort
Gjafakort hafa ákveðinn gildistíma. Ef gildistími er liðinn getur þú samt sem áður notað gjafakortið í allt að 4 ár frá útgáfudegi. Mögulega þarft þú að greiða verðmismun, ef einhver er, þegar þú greiðir með útrunnu gjafakorti. Gjafakorti þarf alltaf að framvísa við greiðslu. Glatað gjafakort er tapað fé.
Niðurfelling tíma
Fyrirvari er gerður um breytingar á stundatöflu og hægt er að fylgjast með lifandi stundatöflu á heimasíðu Yoga Shala. Yoga Shala hefur heimild til að leggja niður tíma ef það eru 3 eða færri meðlimir skráðir í tímann, bæði meðlimur og kennari fá tölvupóst. Yoga Shala gerir allt í sínu valdi til að byrja og ljúka tímum á réttum tíma.
Heilsubrestur
Ef um alvarlegan heilsubrest er að ræða sem veldur því að iðkandi megi ekki samkvæmt læknisráði stunda heilsurækt til lengri tíma er velkomið að senda inn læknisvottorð og beiðni um að láta frysta kort í ákveðinn tíma. Slíkar beiðnir eru teknar til skoðunar og reynt að koma til móts við iðkendur eftir fremsta megni.
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Yoga Shala áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum án fyrirvara. Öll verð á síðunni eru í ISK og eru birt með fyrirvara um prentvillur. Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur "Yoga Shala" á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.