Danshreyfimeðferð - vinnustofa - Tómas

DANS-HREYFI-MEÐFERÐ

DMT


VINNUSTOFA MEÐ TÓMASI

Danshreyfimeðferð (e. dance movement therapy eða DMT) er listræn sálfræðimeðferð með hreyfingu, dansi, tjáningu og sköpun. Þessi tegund af þerapíu styður við tilfinningalega úrvinnslu og þroska, andlegan vöxt, líkamlegt heilbrigði og sjálfsvitund.


Vinnustofan fer fram miðvikudagskvöldið 16. apríl, kl. 20:00 - 22:30, og er kjörin fyrir þá sem vilja kynnast aðferðinni og jafnvel sækja námskeið seinna. Tómas Oddur mun kynna þig fyrir hinum ýmsu æfingum sem tilheyra þessari aðferð. Unnið verður með hreyfingu og dans (bæði með tónlist og í þögn), einnig æfingar með félaga, skrifum, myndlist, hugleiðslu og samtali.


Danshreyfimeðferðin miðar að því að víkka út hreyfisvið líkamans og samþætta þær breytingar við hugræna og tilfinningalega upplifun einstaklingsins. Líkaminn geymir allar okkar reynslur og segir sögur í gegnum hreyfingu. Tilfinningar birtast í líkamstjáningu og í því hvernig við berum okkur í mismunandi aðstæðum. Í danshreyfimeðferð skapast öruggt rými þar sem hægt er að vinna með gamlar tilfinningar og áföll, en einnig að opna fyrir nýjar upplifanir og breytingar. Með orðalausri tjáningu í gegnum hreyfingu má öðlast dýpri skilning á sjálfum sér og tengjast öðrum á nýjan hátt.


Skráning á vinnustofuna

HVAR:

Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.


FYRIR HVERJA:

Þá sem vilja vinna að sjálfseflingu í gegnum dans.

HVENÆR:

miðvikudaginn 16. apríl

TÍMI:

20:00 - 22:30

(2 1/2 klst)

Verð:

8.900 kr.


Áskrifendur fá 15% afslátt af vinnustofunni. Spurningar: namskeid@yogashala.is eða tomas@yogashala.is

Tómas Oddur Eriksson frumkvöðull, gleðigjafi, náttúru og tónlistarunandi með bakgrunn úr sviðslistum og BS í mannvistarlandfræði. Hann hefur yfir áratug af reynslu sem yoga, dans og hugleiðslu kennari. Hann hefur menntað sig á Íslandi, Bretlandi, Spáni, Indlandi, Sviþjóð og USA. Í gegnum árin hefur hann haldið marga viðburði, fyrirlestra og samkomur sem tengjast hreyfingu eða miða að því að lyfta mannsandanum.

Tómas leiðir iðkendur í núvitund og hreyfingu af mikilli innlifun, hlýju og gleði. Hann kennir námskeið, opna tíma, einkatíma, gefur nudd og fer reglulega í fyrirtækjaheimsóknir með uppbyggjandi hópefli eða fyrirlestra. Þá tók Tómas virkan þátt í uppbyggingu Yoga Shala Reykjavík og leiddi kennaranám ásamt fleirum. Hann er forsprakki Yoga fyrir Stirða Stráka, einna vinsælustu námskeiða á Íslandi.

Árið 2014 fór Tómas af stað með Yoga Moves sem eru hressandi yoga, dans og hugleiðsluviðburðir með lifandi tónlist eða DJ. Tómas hefur einstak lag á að kalla fram það besta í fólki og fá það til að sleppa sér í gleði og dansi. Þá hefur hann einnig lokið Sacred Dance kennaranámi hjá Julie Martin sem er form af hugleiðslu á hreyfingu. Nýlega lauk Tómas meistaranám í Dance Movement Pshychotherapy við UAB háskólann í Barcelona þar sem hann lærði að vinna með hreyfingu og dans sem meðferðarform fyrir fólk með geðraskanir sem og allar tegundir af fólki.


Skráning á vinnustofuna
Share by: