Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á að iðka jóga. Hvort sem það eru byrjendur (sem aldrei hafa mætt í jógatíma) eða þeir sem vilja dýpka iðkunina og fræðast meira um Ashtanga Yoga.
LIÐ FYRIR LIÐ með Önnu Margréti er grunnnámskeið þar sem stuðst við Patanjali Yoga Sutras eða 8 skrefin í jóga. Á námskeiðinu verður farið sérstaklega í:
Pranayama (öndun)
Í Ashtanga Yoga er notuð Ujjayi Pranayama öndun. Á þessu grunnnámskeiði munum við kenna vel þessa öndun og þjálfa hana í jógastöðunum. Ujjayi Pranayama öndun róar m.a. taugakerfið og hitar okkur innan frá og út svo að minni líkur eru á meiðslum.
Asanas (jógastöður)
Við förum yfir hvernig Ashtanga Yoga (1. serían) er uppbyggð. Kennum vel grunninn í hverri jógastöðu, hvað við erum að vinna með hverju sinni og hvað staðan gerir fyrir okkur.
Drishti (fókus punktur)
Það er mikilvægt að draga skilningarvitin inná við þegar við iðkum jóga og reyna að róa hugann. Í Ashtanga Yoga hefur hver staða sinn eigin fókuspunkt eða Drishti. Fókuspunkturinn er partur af stöðunni og hjálpar okkur til að fara enn dýpra inná við.
Yamas & Nyamas (fyrstu 2 þrepin af 8 frá Patanjali)
Við skoðum aðeins eða opnum gluggan að heimspekinni, 8 skrefin í jóga. Hvað við tökum með okkur inná mottuna og hvernig jóga iðkun (á mottunni) getur haft áhrif á okkar daglega líf og jafnvel orðið að lífstíl.
Námskeiðið hefst 5. nóvember og verður í sex skipti, á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum kl. 19:00 - 20:30. LIÐ FYRIR LIÐ hentar bæði þeim sem eru að stíga á dýnuna í fyrsta skipti og þeim sem vilja dýpka iðkunina. Anna Margrét mun halda vel utan um hópinn og passa að allir komist lengra inn í sína iðkun.
Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar: namskeid@yogashala.is
HVAR:
Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.
FYRIR HVERJA:
Þá sem vilja kynnast Ashgana jóga í öruggu rými og liðkast og styrkjast.
HVENÆR:
5. - 21. nóvember
TÍMI:
þriðjudögum og fimmtudögum
kl. 19:00 - 20:30
Verð:
25.900 kr.
Áskrifendur og árskortshafar fá 15% afslátt. Spurningar velkomnar á namskeid@yogashala.is
UM KENNARANN
Anna hefur iðkað Ashtanga Yoga frá 2007 eða frá því að hún kynntist Ashtanga Yoga á byrjendanámskeið í Yoga Shala, Reykjavík. Árið 2012 hóf Anna kennaranám hjá Ingibjörgu Stefánsdóttur og lauk námi hjá henni ári síðar (RYT200). Anna hóf að kenna í Yoga Shala, samhliða jógakennaranáminu og hefur kennt síðan. Hún hóf einnig kennslu á jóga í Listaháskóla Íslands á sviðslistarbraut árið 2014 og kenndi þar í nokkur ár.
Anna sækir fyrst og fremst leiðsögn til kennara sem fylgja hefðum Sri T. Krishnamacharya og Sri K. Pattabhi Jois. Petri Räisänen og Harmony Slater eru þeir kennarar sem hafa veitt henni hvað mestan innblástur.
Anna er hönnuður með BA (honours) grafískri hönnun og samskiptum og hefur rekið sitt eigið fyrirtæki Anton & Berg frá 2008 ásamt því að vinna í fjölskyldufyrirtækinu PMT.