Langar þig að geta beitt röddinni á áreynslulausan hátt? Langar þig að kynnast þér betur í gegnum röddina þína? Langar þig að prófa eitthvað öðruvísi?
Þá er Radd Yoga námskeiðið fyrir þig.
Námskeiðið er kennt af söngkonunni og jóganum Ragnheiði Gröndal og verður á miðvikudögum frá 13. nóvember til 4. desember. Námskeiðið verður í alls fjögur skipti og hver tími er er 120 mínútur. Tímarnir hefjast á innleiðingu með Cacao eða tei og svo verður farið í fjölbreyttar radd og jóga æfingar.
Á námskeiðinu vinnum við bæði með verkfæri sem hjálpa þér að ná betra valdi á eigin rödd og gerum laufléttar jógaæfingar sem hjálpa þér að losa um spennu og opna fyrir flæði raddarinnar. Auk þess verða sungnar áhrifaríkar möntrur og lög sem þú getur notað í þínu daglegu lífi.
HVAR:
Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7.
FYRIR HVERJA:
Þá sem vilja tengjast eigin rödd.
TÍMABIL:
13. nóvember - 4. desember
TÍMASETNING:
miðvikudaga kl. 20:00 - 22:00
VERÐ:
23.900 kr.
Spurningar sendist á namskeid@yogashala.is
Um Ragnheiði
Ragnheiður Gröndal hefur starfað sem söngkona í yfir 20 ár. Hún hefur unnið þvert á tónlistarstíla í mjög víðtæku samhengi og eftir hana liggur mikið af hljóðritunum á eigin tónlist og annarra. Hún hefur jafnframt brennandi ástríðu fyrir jóga, stjörnuspeki, tarot og andlegum málefnum og útskrifaðist sem 200 tíma jógakennari frá Yoga Shala árið 2016. Hún hefur samhliða söngvinnu og tónlistarstússi kennt í Yoga Shala, Móum, auk þess að útskrifast sem viðskiptafræðingur vorið 2023.