Slappaðu af, maður!

Slappaðu af, maður!

Rólegar teygjur, öndun og djúpslökun

fyrir karlmenn sem vilja kyrra líkamann og hugann

Áttu erfitt með að slaka á?

Slappaðu af, maður! er Yoga námskeið fyrir karlmenn sem þurfa á rólegri líkamsrækt og slökun að halda. Hópurinn hittist á mánudögum og miðvikudögum kl. 20:00-21:30 í þrjár vikur, alls 6 skipti og fer í gegnum rólegar en áhrifaríkar æfingar sem vinna á líkama og huga í senn.


Námskeiðið er fullkomið fyrir þá karla sem:

  • þurfa á meiri hvíld að halda í sínu lífi
  • eiga erfitt með að slaka á
  • eiga erfitt með svefn
  • eiga erfitt með að finna réttu líkamsræktina til að koma sér af stað
  • finna kraftinn í líkamsræktinni sinni, en þurfa meiri slökun
  • vantar verkfæri til að vinna gegn þunglyndi og/eða kvíða


Í fyrri hluta hvers tíma liðkum við okkur til með því að hreyfa og teygja líkamann og auk þess að notast við öndunaræfingar sem hjálpa okkur að slaka á. Í seinni hluta tímanna iðkum við Yoga Nidra æfingar sem þýða má sem jógískan djúpsvefn. Hér liggjum við á mjúkri dýnu og látum leiða okkur í gegnum hugleiðslu sem þjálfar m.a. einbeitingu og líkamsskynjun. Yoga Nidra framkallar djúpslökun hjá iðkendum sem hefur m.a. jákvæð áhrif á streitu og kvíða og hefur reynst fólki vel sem glímir við þunglyndi og á við svefnvandamál að stríða.


Það er ekki tilviljun að Yoga Nidra tímarnir eru með þeim vinsælustu, í Yoga Shala Reykjavík. Upplifun er sögu ríkari.


Skráning á námskeiðið

SLAPPAÐU AF, MAÐUR

Námskeiðið verður haldið í Yoga Shala Reykjavík í Skeifunni 7, gengið inn vinstra megin við húsið á 2. hæð.


3 VIKUR / 6 SKIPTI


2.-18. september

(mánudaga og miðvikudaga)

kl. 20:00-21:30


Verð:

25.900 kr.


Nánari upplýsingar:

 namskeid@yogashala.is


Kennari námskeiðsins

Stefán Atli Thoroddsen leiðir námskeiðið Slappaðu af, maður. Stefán hefur kennt í Yoga Shala Reykjavík frá árinu 2021 með áherslu á Yoga flæði (hreyfanlegt Yoga), Yoga Nidra (djúpslökun) og byrjendanámskeið fyrir karlmenn. Á þessu námskeiði munum við notast við bestu tólin úr báðum aðferðafræðum til þess að ná fram okkar markmiðum.


Stefán hefur iðkað Yoga frá árinu 2010 þegar hann þurfti að vinna í sínum eigin liðleika og styrk. Með árunum fór iðkunin að snerta dýpra við  Stefáni sem varð til þess að hann skráði sig í Yogakennaranám. Stefán útskrifaðist úr kennaranámi Yoga Shala Reykjavík árið 2021 og hefur einnig tekið kennaranám í Yoga Nidra og Pranayama (öndunaræfingar).


Skráning á námskeiðið
Share by: