Streita er lífsnauðsynleg en of mikið álag getur veikt ónæmiskerfið og haft neikvæð áhrif á andlega líðan. Líkaminn þarf hvíld og slökun til að úrvinnsla í taugakerfinu geti átt sér stað.
Á námskeiðinu Slökun og Endurheimt er lögð áhersla á að tengja við líkamann og róa taugakerfið. Farið verður yfir áhrif og afleiðingar streitu. Námskeiðið stendur í 6 vikur og verður á fimmtudögum frá 17:00 - 19:00. Námskeiðið hefst 27. febrúar og lýkur 3. apríl.
Við notum jóga til að virkja sefkerfið og róa drifkerfið og þar með auka streituþolið okkar. Þú lærir einfaldar en áhrifaríkar jógastöður og í lok hvers tíma leiðir Urður Jóga nidra.
Námskeiðið er byggt upp á Yin yoga og Yoga nidra. Yin jóga er hægt jóga sem vinnur með dýpri vefi líkamans, bandvef, sinar, liðamót og orkubrautir. Flestar Yin stöður eru sitjandi eða liggjandi stöður. Jóga nidra er liggjandi leidd hugleiðsla og djúpslökun.
Slökun og Endurheimt
með Urði
hentar öllum, en sérstaklega þeim sem þurfa að minnka álag og streitu í lífi sínu, fólk sem er að kljást við kulnun eða annan heilsubrest og eru sífellt að reka sig á hvassar brúnir daglegs lífs.
Það fylltist hratt á námskeiðið í janúar, svo við mælum með að þú bókir þitt pláss tímanlega!
HVAR:
Yoga Shala Reykjavík, Skeifan 7
FYRIR HVERJA:
Þá sem vilja losa um streitu og finna slökun!
HVENÆR:
27. febrúar til 3. apríl
TÍMI:
Fimmtudögum
17:00-19:00
Almennt verð:
29.900 kr
Áskrifendur fá 15% afslátt af námskeiðinu. Spurningar sendist á namskeid@yogashala.is
Kennari námskeiðsins
Urður Hákonardóttir er tónlistarkona og hönnuður. Hún hefur lokið 200 tíma jógakennaranámi hjá Yoga Shala auk 50 tíma Yin jógakennaranámi. Hún er einnig með kennsluréttindi í
I am Yoga Nidra frá Amrit Yoga institute.