YOGA NIDRA NÁMSKEIÐ MEÐ KOLBRÚNU
Á námskeiðinu Styrktu sambandið við þig notar Kolbrún aðferðir sem draga úr uppsafnaðri streitu í líkamanum og leiðir þig í æfingar sem fá þig til að skapa nýjar og betri venjur í þínu lífi. Yoga Nidra slökun leiðir þig inn á við og styrkir tengslin sem þú hefur við sjálfa/n þig. Þú lærir að sleppa því sem þjónar þér ekki lengur og skapar nýjar venjur sem stuðla að jafnvægi, innri ró og betra lífi.
Yoga Nidra er ekki aðeins djúpslökun, heldur innra ferðalag sem hjálpar þér að losa um ósjálfráð mynstur og venjur sem styðja ekki lengur við vellíðan þína. Yoga Nidra dregur úr spennu í líkama og huga, kemur jafnvægi á taugakerfið og tengir þig við undirmeðvitundina, þar sem þú getur umbreytt venjum og þróað nýjar leiðir að betri lífsgæðum. Með tímanum eykur Yoga Nidra skýrleika, sjálfstraust og hæfni til að taka ákvarðanir sem stuðla að jákvæðri breytingu í lífinu.
Ávinningur Yoga Nidra:
Styrktu sambandið við þig hefst 18. mars og lýkur 15. apríl, samtals verður námskeiðið í fimm skipti á þriðjudögum frá kl. 17:00 - 18:15. Þegar þú losar um streitu öðlast þú meiri ró og skýrleika, sem veitir þér tækifæri til að umbreyta lífsháttum þínum og skapa líf í jafnvægi og vellíðan – bæði nú og til framtíðar.
HVAR:
Yoga Shala Reykjavík, Skeifunni 7.
FYRIR HVERJA:
Alla sem vilja losa um streitu og búa til nýjar og betri venjur.
HVENÆR:
18. mars til 15. apríl 2025
TÍMI:
þriðjudögum kl. 17:00 - 18:15
VERÐ:
22.900 kr
Áskrifendur og árskortshafar fá 15% afslátt af námskeiðinu.
Allar fyrirspurnir eru velkomnar á
namskeid@yogashala.is.
Kolbrún er með yfir 10 ára reynslu í mannauðsmálum og sem markþjálfi og er með kennararéttindi í yoga og yoga nidra. Hún trúir á mikilvægi þess að tengja saman hugræna, líkamlega og tilfinningalega þætti til að styrkja tenginguna við okkur sjálf og finna innra jafnvægi.